Tvíbakað hvað...
Tvíbakað brauð er ný sælkeravara sem eins og nafnið gefur til kynna er brauð sem er einmitt bakað tvisvar.  Brauðið er þó ekkert venjulegt brauð, og þó að það sé mikið í tísku að segja hvað er ekki í vörum, er í því lífrænt spelt, heilhveiti, lífræn sojamjólk, AB mjólk, vínsteinslyftiduft, sesamfræ, sólblómafræ, graskersfræ, þurrkuð trönuber, rúsínur, furuhnetur, íslenskt salt og ekkert annað.  Það er því einfalt fyrir hvern og einn að finna út hvað er ekki í því.  Blöndurnar eru þó aðeins mismunandi því tegundirnar eru þrjár. 

Markmiðið var að koma tvíbökunum inn hjá matgæðingunum í sælkerabúðunum vegna bragðsins og inn í heilsubúðirnar vegna hollustunnar.  Það tókst á fyrsta degi, "gourmet hollusta", hvað er hægt að hugsa sér betra, ok jú kannski er það hægt, en samt...

Viltu vita hvernig tvíbakan varð til?
...tvíbakan hefur verið víðförul
Kaupmenn, matgæðingar, heilsufrömuðir og framsæknar verslunarkeðjur hafa tekið tvíbökunni fagnandi.
Finndu út hvar hún bíður eftir þér
...3 frábærar tegundir í boði
Í eldhúsinu heima fæddust margar fleiri og ekki síðri, en í anda ríkisstjórnarinnar ákváðum við að skera niður.
Þessar þrjár lifðu af niðurskurðinn
...það er hægt að borða hana
með áleggi, á ostabakkann, eintóma í vinnunni, útilegunni, ræktinni, golfkerrunni,  með súpunni og salatinu, í veislunni.
Láttu okkur vita hvernig þú notar